Lýðheilsa og stundaskrá

 

Að undanförnu hefur mikið verið rætt um og rannsakað hvort unga fólkið okkar sé að fá nægan svefn. Margt bendir til þess að seinkun skóladagsins hafi jákvæð áhrif á svefn ungmenna. Við ætlum því að prófa á næsta ári að byrja 20 mínútum seinna en við höfum gert og stytta kennslustundir og skóladaginn sömuleiðis. Áður var síðasti tími í stundatöflu að klárast kl. 16.40 en með þessari breytingu mun síðasti tími klárast kl. 16.15. Lengi hafa kennslustundir í skólanum verið 60 mínútur en verða nú 55 mínútur og áfram verða 10 mínútna frímínútur. Það verður gaman að sjá hvort og þá hvernig áhrif þessi breyting mun hafa á skólastarfið.