Skipulag kennslu til 16. október

Kæru nemendur.

Skipulag þessarar og næstu viku:

Nú eru í gildi harðar sóttvarnarreglur á höfuðborgarsvæðinu sem krefjast þess að 2 metrar séu milli nemenda í framhaldsskólum og ekki nema 20 í sama rými. Meðan þessar reglur eru í gildi getum við ekki haldið úti staðkennslu svo allt nám verður í fjarkennslu. Gildistími þessara takmarkana er til miðnættis 18. október svo þessa viku og næstu verður öll kennsla fjarkennsla hjá okkur. Við biðjum nemendur að fylgjast vel með á Innu og fylgja leiðbeiningum kennara um tímasókn og verkefnavinnu.

Okkur langar að heyra hvernig ykkur líður, hvernig námið gengur og hvað ykkur finnst um skipulag þess svo við höfum opnað könnun á Innu sem við biðjum ykkur að taka þátt í. Könnunin verður opin til næsta sunnudagskvölds og okkur þætti vænt um ef þið gætuð fyllt hana út því það skiptir máli að vita hvað ykkur finnst og hvernig ykkur líður. Við gerðum svipaða könnun sl. vor og fengum úr henni mikilvægar upplýsingar sem við gátum nýtt til að skipuleggja skólastarfið.

Við hvetjum ykkur til að sinna náminu af kappi og vera dugleg að leita til umsjónarkennara og/eða námsráðgjafa ef eitthvað er.

Farið vel með ykkur og gangi ykkur sem allra best

Bestu kveðjur,

Oddný Hafberg aðstoðarskólameistari og Björg Þorgeirsdóttir námstjóri