Skemmtileg heimsókn í morgunsárið

 

Síðastliðna tvo morgna hefur rithöfundurinn María Elísabet Bragadóttir heimsótt nemendur á 3. ári í íslensku og meðal annars spjallað við þá um bók sína Herbergi í öðrum heimi sem nemendur eru einmitt að fjalla um þessa dagana. Nemendur voru duglegir að spyrja rithöfundinn út í sögurnar í bókinni og ýmislegt annað sem tengist því að vera rithöfundur. Skemmtilegar og fróðlegar umræður sköpuðust meðal annars um bókmenntir og hvernig þær verða til. María Elísabet sagði frá sínum fyrstu skrefum sem rithöfundur og fór einnig yfir ýmislegt sem tengist því að vera rithöfundur til dæmis hvað lestur bókmennta er stór hluti af starfinu. Ánægjuleg og áhugaverð heimsókn sem var svo skemmtileg að það gleymdist að taka mynd!