Síminn í hvíld

Kolfinna skólameistari, Þórhildur forseti Keðjunnar og Ásdís aðstoðarskólameistari
Kolfinna skólameistari, Þórhildur forseti Keðjunnar og Ásdís aðstoðarskólameistari

Í gær voru settir símakassar í allar kennslustofur. Markmiðið með símakössunum er að nemendur nýti kennslustundir sínar betur með því að setja símann í hvíld á meðan á kennslu stendur. Einkunnaorðin eru:

  • Síminn í hvíld - ég í núinu
  • Engin truflun - bara einbeiting
  • Veldu fókus

Vonandi verða símakassarnir til þess að bæta námsumhverfi nemenda, draga úr truflunum og auka vellíðan og námsárangur. Samkvæmt skólareglum eru kennarar verkstjórar í kennslustundum og ber nemendum að fylgja fyrirmælum þeirra. Kennarar geta því nýtt kassana eftir því hvernig hentar hverju sinni.