Sigur í MORFÍs

 

Í gær mætti Kvennaskólinn liði Fjölbrautarskólans í Garðabæ í sextán liða úrslitum MORFÍs keppninnar. Keppnin var haldin í Garðabænum og var bæði spennandi og skemmtileg. Kvennaskólinn sigraði keppnina með 1331 stigi gegn 1221 stigi en ræðumanneskja kvöldsins kom úr herbúðum FG. Umræðuefni kvöldsins var "Djammið" þar sem Kvennó mælti með en FG á móti. 

Lið Kvennaskólans skipaði Liðstjóri: Alex Þór Júlíusson (liðstjóri), Gígja Ómarsdóttir (frummælandi), Embla María Möller (meðmælandi), Erlen Isabella Evudóttir (stuðningsmaður) og Karólína Huld Lárusdóttir (liðsmaður þó hún hafi ekki verið á sjálfu sviðinu). Þjálfari liðsins er Guðmundur Hrafn Kristjánsson og aðstoðarþjálfarar eru þeir Gabríel Leó Ívarsson og Aron Callan. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn. 

Liðið hefur æft af kappi alla síðustu viku. Mikil stemmning var í hópnum sem mætti alla daga eftir skóla og æfði stanslaust til miðnættis. Mikil tilhlökkun er fyrir næstu keppni sem verður haldin eftir um það bil mánuð. 

Við óskum þeim góðs gengis og hlökkum til næstu keppni.