Sigur í fyrstu viðureign Gettur betur

 

Það var spennandi viðureign í gær þegar lið Kvennaskólans mætti liði Menntaskólans á Akureyri í fyrstu umferð Gettu betur þetta skólaárið. Það er skemmtileg staðreynd að þetta eru þeir tveir skólar sem hafa næst oftast unnið Gettu betur, eða þrisvar sinnum hvor skóli. Aðeins Menntaskólinn í Reykjavík hefur unnið oftar.

Eftir hraðaspurningarnar var staðan 15 - 11 fyrir Kvennó og var viðureignin æsispennandi og skemmtileg. Lokatölur voru svo 27 - 17 fyrir okkar fólki. Lið Kvennaskólans skipa Salka Snæbrá Hrannarsdóttir, Hafsteinn Breki Gunnarsson, Boyd Clive Aynscomb Stephen.

Við hlökkum til að fylgjast með okkar liði áfram.