Rymja

Söngkeppnin Rymja var haldin í streymi að þessu sinni miðvikudaginn 17. febrúar. Keppnin var mjög góð og margir frábærir flytjendur stigu á svið. Það var því erfitt starf fyrir dómnefndina að velja einn sigurvegara en úr varð að Elísabet Tinna Haraldsdóttir bar sigur úr býtum að þessu sinni. Hún söng lagið She used to be mine  úr Broadway-söngleiknum Waitress. Elísabet Tinna mun því keppa fyrir hönd Kvennaskólans í Söngkeppni framhaldsskólanna. Þess má geta að Elísabet Tinna fer einnig með aðalhlutverkið í  söngleiknum Frozen sem leikfélag Kvennaskólans setur upp á þessu skólaári. Við óskum henni innilega til hamingju með sigurinn!