Rökveisla í Ráðhúsinu

 

Næstkomandi þriðjudag, 29. mars, mætir ræðulið skólans nágrönnum okkar í Menntaskólanum í Reykjavík í átta liða úrslitum MORFíS. Keppnin verður haldin miðja vegu milli skólanna tveggja, nefnilega í sjálfu Ráðhúsi Reykjavíkur. Umræðuefni keppninnar er spurningin Lifum við í blekkingu? og mælir Kvennó á móti.

Lið Kvennaskólans skipa Gabríel Leó Ívarsson, Erlen Isabella Evudóttir, Embla María Möller Atladóttir, Alex Þór Júlíusson og Aron Nói Ewansson Callan.

Keppnin hefst stundvíslega kl 19:30 og hvetjum við alla Kvenskælinga til að mæta og styðja okkar frábæra lið.