Ráðstefna á vegum 3. árs nema á náttúruvísindabraut

Þriðjudaginn 3. maí var haldin ráðstefna um jarðsöguleg málefni í Kvennaskólanum. Þetta er árleg ráðstefna 3. árs nemenda í jarðsögu. Til umfjöllunar eru ýmis áhugaverð málefni eins og t.d. sköpun alheims, myndun tungls og jarðar, hringrás vatns, hringrás kolefnis, lífssprengingin á Kambríum, aldauðinn í lok Krítar o.m.fl.

Nemendur kynntu málefni sem þau fengu að velja sér sjálf, annars vegar með veggspjöldum og glærukynningu hins vegar. Ráðstefnan hófst á því að nemendur hengdu upp veggspjöldin sín og gengu síðan um "básana" til að meta veggspjöld annarra. Svo tóku við glærukynningar sem stóðu yfir allan daginn með stuttum hléum inn á milli. Í heildina voru 25 fyrirlestrar haldnir og sami fjöldi veggspjalda kynntur.

Nemendur stóðu sig heilt yfir afskaplega vel bæði í undirbúningnum fyrir rástefnuna sem og á ráðstefnudaginn sjálfan. Fyrst var farið af stað með þessa ráðstefnu vorið 2019 og stefnt að því að hún yrði árlegur viðburður. Vegna Covid þurfti að breyta fyrirkomulaginu árin 2020 og 2021 og halda ráðstefnuna á Teams en nú hefur aftur verið tekið til við að halda hana í raunheimum og vonandi tekst að hafa þetta árlegan viðburð í skólanum héðan í frá.