Peysufatadagurinn

Kæru 3. bekkingar.
Þið gátuð ekki haldið peysufatadag síðastliðið vor vegna Covid og nú er ljóst að ekki verður hægt að halda hann nú í september heldur vegna fjölda- og nándartakmarkana.
Þegar ljóst verður hvernig þær sóttvarnarreglur verða sem taka eiga gildi 28. september munum við athuga hvort þær gefi tilefni til þess að hægt verði að halda peysufatadag í október. Ef það gengur ekki verðum við trúlega að fresta honum til vors því vetrarveður henta ekki fyrir þennan dag.