Óhefðbundnir skóladagar 16. - 19. febrúar

Helga Rún Guðmundsdóttir sigraði Rymju árið 2020.
Helga Rún Guðmundsdóttir sigraði Rymju árið 2020.

Framundan eru óhefðbundnir skóladagar þar sem nemendur vinna í verkefnum utan skólastofunnar:
Þriðjudaginn 16. febrúar er Valkynning. Þá eiga nemendur að velja sér áfanga fyrir næsta vetur. Að þessu sinni verður kynningin rafræn og hefur fyrirkomulagið verið kynnt ítarlega fyrir nemendum. Við hvetjum nemendur til að lesa vel yfir upplýsingar frá náms-og starfsráðgjöfum áður en þeir velja áfanga. Ef einhver þarf að rifja upp reglur um kjarnaáfanga og fjölda valeininga má finna þær hér. Hægt er að hafa samband við kennara, stjórnendur eða náms-og starfsráðgjafa ef eitthvað er óljóst varðandi valið.

Miðvikudaginn 17. febrúar verður Tjarnardagur á vegum nemendafélagsins þar sem bekkjarfulltrúar skipuleggja skemmtidagskrá í samráði við sína bekki. Skemmtunin heldur svo áfram um kvöldið þegar bekkirnir horfa saman á Söngkeppnina Rymju. Keppnin hefst kl. 19.30 og verður streymt á Youtube (hlekknum verður deilt á samfélagsmiðlum Keðjunnar og í tölvupósti).

Fimmtudaginn 18. og föstudaginn 19. febrúar verða síðan Námsmatsdagar þar sem nemendum gefst kostur á að vinna í heimaverkefnum. Engin kennsla verður þá daga.