Nýnemaferðir í rjómablíðu

 

Veðrið lék við nýnemana okkar í skólaferðum sem farnar voru fyrr í vikunni. Ferðirnar tókust frábærlega og var mikil gleði á skógræktarsvæðinu Garðalundi á Akranesi. Fulltrúar nemendafélagsins stjórnuðu leikjum og hópefli af miklum myndarskap og sáu þar að auki um að grilla ofan í mannskapinn. Einnig var boðið upp á skemmtilega dagskrá sem Anna Margrét Tómasdóttir og Jörgen Nilsson tómstundaleiðbeinendur höfðu umsjón með. Nokkrir kennarar og skólameistari fylgdu hópnum og voru þau öll sammála um að unga fólkið okkar hafi verið sér og skólanum til mikils sóma. Ljósmyndirnar fanga vel stemninguna sem ríkti (smellið á mynd til að stækka).