Nóg að gera hjá Umhverfisráði

Meðlimir í Umhverfisráði Kvennaskólans skólaárið 2021-2022
Meðlimir í Umhverfisráði Kvennaskólans skólaárið 2021-2022
 
Umhverfisráð Kvennaskólans hefur starfað af krafti á þessu skólaári og staðið sig sérlega vel. Ráðið valdi sér tvö þemu sem það starfar eftir þetta árið. Það eru þemun Hnattrænt jafnrétti og Loftslagsbreytingar. Þemað um loftslagsbreytingar snýst um að hvetja fólk til að huga að sinni neyslu og hegðun gagnvart loftslaginu og sporna við aukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Tilgangurinn með þemanu hnattrænt jafnrétti er að nemendur og starfsfólk skóla verði meðvitað um misrétti í heiminum og að þeirra gjörðir geti skipt máli í því að bæta kjör og aðstæður fólks annars staðar í heiminum. Kvennaskólinn er stoltur Grænfánaskóli, áfram umhverfismál í Kvennó!
 

Eitt af því sem Umhverfisráðið er búið að gera á haustönn er að skipta út öllum merkingum á flokkunartunnum skólans, svo nú ætti að vera auðvelt að flokka rétt: