Nemendur og foreldrar í sóttkví

Í morgun hafa skólanum borist fyrirspurnir frá bæði nemendum og foreldrum hvort nemendum sé óhætt að koma í skólann þó svo að foreldrar þeirra og eða aðrir heimilismenn séu í sóttkví, en þeir hafi ekki verið með þeim erlendis á þeim svæðum þar sem smithætta af völdum coron- veirunnar er staðfest. 

Mitt svar er þetta: 

Nemendur sem eiga foreldra sem eru í sóttkví og búa á heimili þeirra er ekki heimilt að mæta í skólann fyrr en gengið hefur verið úr skugga um að foreldrarnir séu ekki sýktir af corona-veirunni.  

Nemendur í þessari stöðu eru beðnir um að vera í sambandi við kennara sína í gegnum Innu. 

Hjalti Jón skólameistari.

Hér er hægt að nálgast viðbragðsleiðbeiningar og viðbragðsáætlun Landlæknis sem stuðst er við.