Nemendur Kvennó sigra stuttmyndakeppni

Sváfnir, Gabríel og Finnur við verðlaunaafhendinguna. Á myndina vantar Ólíver og Theodór.
Sváfnir, Gabríel og Finnur við verðlaunaafhendinguna. Á myndina vantar Ólíver og Theodór.

 

Á hverju ári efnir Félag þýskukennara til stuttmyndakeppni á meðal þýskunema framhaldsskóla á öllu landinu. Alls bárust 13 myndir í keppnina að þessu sinni. Kvennaskólinn í Reykjavík hreppti 1. sætið með stuttmyndinni Mobbing ist nicht in Ordnung eða Einelti er ekki í lagi. Nemendurnir sem standa að myndinni eru Finnur Hugi Finnsson, Ólíver Marteinsson, Sváfnir Ingi Jónsson og Theodór Sigurvinsson ásamt aukaleikaranum Gabríel Leó Ívarssyni. Þeir tóku við verðlaunum fyrir stuttmyndina á Uppskeruhátíð Félags þýskukennara og óskum við þeim innilega til hamingju.