Nemendur Kvennaskólans fá verðlaun í Þýskuþraut á vorönn 2020

Félag þýskukennara hefur haldið svonefnda Þýskuþraut gegnum árin fyrir nemendur framhaldsskólanna og var þrautin haldin núna í 31. sinn. Nemendur Kvennaskólans hafa oft náð glæsilegum árangri og komist í eitthvert fimmtán efstu sætanna og svo var einnig núna. Nanna Eggertsdóttir lenti í 5. sæti og Andrea Eiríksdóttir í 13. sæti. Nönnu stóð til boða að fara í námsferð en vegna heimsfaraldurs af völdum corona veirunnar verður því miður ekkert af þeirri ferð. Myndin var tekin þegar vinningshafarnir tóku við bókaverðlaunum úr hendi skólameistara Kvennaskólans, Hjalta Jóns Sveinssonar. Á myndinni er einnig Ásta Emilsdóttir, þýskukennari Nönnu og Andreu.