Mikilvægt: Upphaf vorannar

 

Endurtökupróf verða í skólanum 4. og 5. janúar. Þau hefjast kl. 8:30 og eru í Miðbæjarskólanum, sjá nánari upplýsingar hér

Stundatöflur eru nú sýnilegar í Innu og námsgagnalistar. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 5. janúar kl. 10:40.

Athugið að fylgjast þarf vel með stundatöflu því stofutöflur geta breyst fyrstu dagana. Við vekjum einnig athygli á því enn er verið að vinna í stundatöflum nemenda sem eiga eftir að vinna upp áfanga frá fyrri árum og hjá nemendum sem eru að koma nýir inn í skólann um áramót.

Síðasti dagur töflubreytinga er þriðjudagurinn 9. janúar. Nemendur geta óskað eftir breytingum á vali í gegnum Innu (töflubreytingar) og eru skýringar settar þar inn ef ósk um töflubreytingu er hafnað. Einnig er hægt að hafa samband við Björk námstjóra (bjorkth@kvenno.is) og Ásdísi aðstoðarskólameistara (asdisa@kvenno.is). Upplýsingar um valáfanga er að finna undir Aðstoð í Innu.

Nemendur á lokaári eru sérstaklega hvattir til að fara yfir námsferilinn sinn og athuga hvort einhverja áfanga vantar inn og hvort nemendur eru með nægilegan fjölda eininga ætli þeir að ljúka stúdentsprófi vorið 2024.

Við hlökkum til að samstarfsins á vorönn!