Mikil þátttaka í líffræðikeppni

Mynd frá árinu 2019 þegar Ólympíuleikarnir fóru fram í Ungverjalandi.
Mynd frá árinu 2019 þegar Ólympíuleikarnir fóru fram í Ungverjalandi.

 

Landskeppnin í líffræði var haldin þriðjudaginn 24. janúar síðastliðinn. Keppnin var opin öllum framhaldsskólum landsins og hér í Kvennaskólanum tóku hvorki fleiri né færri en 40 nemendur þátt. Af þeim voru 33 nemendur á þriðja ári og 7 nemendur á öðru ári. Stigahæstu nemendurnir eiga möguleika á að komast áfram í úrslitin og að þeim loknum verða fjórir nemendur frá Íslandi valdir til að keppa á Alþjóðlegu Ólympíuleikunum í líffræði. Að þessu sinni verða leikarnir haldnir í Dubai og fer keppnin fram í júlí.

Það er dýmæt reynsla fyrir nemendur að fá að taka þátt í svona keppni og viljum við þakka Írisi Thorlacius og Kristínu Marín Siggeirsdóttur líffræðikennurum fyrir að halda utan um keppnina hér í Kvennó.