Loksins, loksins!

Það var sannkallaður gleðidagur í dag þegar nemendur fengu loks að mæta aftur í skólann. Samkvæmt núgildandi skipulagi mæta allir nemendur hálfan daginn í staðkennslu en eru hinn helminginn í fjarkennslu. Gleðin skein úr grímuklæddum andlitunum og mikið fjör var í kennslunni. Unga fólkið okkar er skynsamt og meðvitað um persónulegar sóttvarnir og góða umgengni í okkar sögufrægu byggingum. Við erum stolt af þeim og vonum innilega að við fáum að sjá þau áfram hér í miðborginni. Við getum þetta saman!