Kvenskælingar tóku þátt í mótmælum á Austurvelli


Nemendur úr Kvennaskólanum voru áberandi síðastliðinn föstudag þegar fólk safnaðist saman til að vekja athygli á loftlagsmálum. Mótmælin eru partur af alþjóðlegu herferðinni “Föstudagar fyrir framtíðina” en innblástur þeirra eru mótmæli sem Greta Thun­berg hóf fyr­ir utan þing­húsið í Stokk­hólmi fyrir 5 árum síðan. Markmið mótmælanna er að beina at­hygli að lofts­lags­mál­um og aðgerðum sem þarf að grípa til.  Alla föstudaga hittist fólk á Austurvelli á milli kl. 12-13 og eru með verknaðinum mikilvægur hlekkur í keðju alþjóðlegra umhverfissinna.  

Umhverfisráð Kvennaskólans og nokkrir aðrir nemendur skólans mættu á Austurvöll, útbjuggu skilti og tóku þátt í mótmælum fyrir framan Alþingishúsið. Að þessu sinni var fókus mótmælanna um heim allan á notkun jarðefnaeldsneytis en þátttakendur á Íslandi mótmæltu einnig hvalveiðum.

Ida Karólina Harris í 3ND var aðalskipuleggjandi mótmælanna. Hún var fundarstjóri og líka einn af ræðumönnum dagsins. Kvennaskólinn átti fleiri fulltrúa því Óðinn Flóki Þorgeirsson Roff 2NF var líka með framsögu. Þau stóðu sig frábærlega bæði tvö.

Margir fjölmiðlar sýndu málefninu áhuga eins og sjá má í meðfylgjandi vefslóðum. Við hvetjum ykkur til að smella á slóðir og kíkja á umfjöllunina og ljósmyndirnar sem fylgja.

Unga fólkið okkar er til fyrirmyndar og margt sem við eldra fólkið getum lært af þeim. 

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-09-15-ungmenni-motmaeltu-adgerdarleysi-i-loftslagsmalum-391773

https://heimildin.is/grein/18932/thetta-eru-ekki-hvalirnir-okkar/

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/09/15/i_skola_fyrir_framtid_sem_er_verid_ad_rusta/