Kvenskælingar komnir í úrslit

 
Tveir nemendur úr Kvennó náðu þeim frábæra árangri að komast í úrslit líffræðikeppninnar sem nýlega var haldin í framhaldsskólum landsins. Þetta eru þau Tristan Tómasson í 3NA  og Guðrún Sigríður Símonardóttir í 3NF. Rúmlega 200 nemendur tóku þátt og komust tuttugu nemendur í úrslit. 
 
Úrslitakeppnin verður haldin þann 17. febrúar og þá verður bæði bóklegt og verklegt próf lagt fyrir keppendur. Fjórir hæstu nemendurnir í þeirri keppni komast í landsliðið og keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í líffræði í Dubai í júlí.
 
Keppnin var opin öllum framhaldsskólum landsins og hér í Kvennaskólanum tóku hvorki fleiri né færri en 40 nemendur þátt. Af þeim voru 33 nemendur á þriðja ári og 7 nemendur á öðru ári. 
 
Við óskum þeim báðum innilega til hamingju með árangurinn.