Kvenskælingar binda kolefni

Viðurkenning fyrir þátttökuna
Viðurkenning fyrir þátttökuna

 

Unga fólkið okkar í Umhverfisráði og Góðgerðarnefnd Keðjunnar (nemendafélags Kvennaskólans) er búið að standa sig frábærlega í vetur. Nýverið settu þau af stað átak innan skólans þar sem þau hvöttu nemendur og starfsfólk til að fjárfesta í trjám. Þetta gerðu þau fyrir verkefnið Kolviðarskógar sem er verkefni á vegum Skógræktarfélags Íslands og Landverndar. Kolviðarskógar eru skógar sem eru ræktaðir eða friðaðir í þeim tilgangi að sporna við uppsöfnun koldíoxíðs (CO2) í andrúmsloftinu. Markmið Kolviðar er aukin binding kolefnis í skógarvistkerfum í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs í andrúmslofti, að binda jarðveg og draga úr jarðvegseyðingu, að auka vitund almennings og fyrirtækja um losun gróðurhúsalofttegunda, og að stuðla að fræðslu um tengd málefni. 

Átakið gekk vel og keyptum við alls 331 tré. Þetta þýðir að Kvennósamfélagið náði að kolefnisjafna alls 33,1 tonn af koldíoxí (CO2) með kaupunum. 
Við þökkum unga fólkinu fyrir virkilega flott framtak og vonum að þetta verði árlegur viðburður héðan í frá.