Kvennó í Laugardalshöll um helgina

Frá sambærilegri kynningu árið 2019. Ljósmynd: Verkiðn.
Frá sambærilegri kynningu árið 2019. Ljósmynd: Verkiðn.

 

Kvennaskólinn tekur þátt í framhaldsskólakynningunni MÍN FRAMTÍÐ sem verður haldin í Laugardalshöll dagana 16. – 18. mars. Alls munu 27 skólar á framhaldsskólastigi  kynna fjölbreytt námsframboð og svara spurningum um námsframboð og inntökuskilyrði. Samhliða kynningunni fer fram Íslandsmót iðn- og verkgreina með tilheyrandi fjöri. 

Alls munu um 7-8 þúsund grunnskólanemar mæta á svæðið á fimmtudag og föstudag á skólatíma en laugardaginn 18. mars verður opið fyrir almenning á bilinu 10:00-15:00. Við hvetjum alla til að mæta þann dag, sérstaklega foreldra/forráðamenn 9. og 10. bekkinga.

Endilega kíkið á básinn til okkar og kynnist náminu í Kvennó!