Kvennaskólinn sigraði MK

Kvennaskólinn mætti liði Menntaskólans í Kópavogi síðastliðið föstudagskvöld í fyrstu sjónvarpsviðureign ársins í Gettu betur. Kvennaskólinn leiddi eftir hraðaspurningar með 13 stigum gegn 5 og hélt góðri forystu allt til loka. Leikar fóru þannig að Kvennaskólinn sigraði með 21 stigi gegn 15 stigum Menntaskólans í Kópavogi. Kvennó er því komið áfram í undanúrslit. Lið Kvennaskólans skipa þau Ari Borg Helgason, Áróra Friðriksdóttir og Hildur Sigurbergsdóttir. Við óskum þeim, liðstjórum og þjálfurum innilega til hamingju með sigurinn og hlökkum til að fylgjast með næstu viðureign.