- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun frá kl. 17:00 í dag og fram eftir kvöldi. Þá hefur aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins hvatt fólk til að vera komið til síns heima fyrir kl. 15:00. Með hliðsjón af því hefur verið tekin ákvörðun um að fella niður skólahald það sem eftir er dagsins (28.10.2025).
Áfram verður fylgst með veðrinu og upplýsingar sendar út ef þörf krefur varðandi möguleg áhrif á skólahald morgundagsins. Við biðjum nemendur og forráðamenn að fylgjast vel með tölvupósti og skilaboðum frá skólanum á samfélagsmiðlum.