Jólaleyfi og janúarbyrjun

 

Skrifstofa skólans er lokuð frá kl. 12:00 fimmtudaginn 21. desember og verður opnuð aftur miðvikudaginn 3. janúar kl. 10:00. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu kl. 10:40, föstudaginn 5. janúar.

Þriðjudaginn 2. janúar má gera ráð fyrir stundatöflum og námsgagnalistum í Innu. 

Við vekjum athygli á að endurtökupróf verða kl. 8:30 fimmtudaginn 4. janúar og föstudaginn 5. janúar í Miðbæjarskóla.  Nemendur sem eru skráðir í endurtökupróf eru beðnir um að skoða vel hvenær þeir eiga að mæta. Nánari upplýsingar verða á heimasíðu þegar nær dregur, sjá hér.

Starfsfólk skólans óskar nemendum, foreldrum, forráðamönnum og hollvinum skólans gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.