Instagram síða fyrir Kvennóleikana opnuð í dag

Hvaða bekkur fær nafnið sitt skráð á bikarinn í ár?
Hvaða bekkur fær nafnið sitt skráð á bikarinn í ár?


Hér kemur frétt frá fólki sem er að skipuleggja Kvennóleikana. Í dag stofnuðu þau Instagram síðuna kvennoleikarnir sem við hvetjum ykkur til að fylgja: 

Góðan og blessaðan daginn kæru samnemendur,
Mánudaginn 18. október (í 3. og 4. tíma) verða Kvennóleikarnir kynntir á ný eftir nokkurra ára pásu. BOOM. En þá spyrjiði ykkur sjálf, hvað eru Kvennóleikar? Kvennóleikarnir er þrautakeppni á milli allra bekkja í skólanum um hver er bestur. Það er ekkert flóknara heldur en það. #getrichordietrying

Þemu árganganna eru eftirfarandi:

  • 1. bekkur= 80's þema
  • 2. bekkur= 90's þema
  • 3. bekkur= 00's þema
  • 4 bekkur + starfsmenn= "emó” þema

Með gleði og góðu skapi verður þetta mögulega sjúllaðasti viðburður sem haldinn verður á skólatíma í sögunni.

Hlökkum til að sjá ykkur og megi besti bekkurinn vinna.
Kv. Nemendur í Tómstunda- og félagsmálafræðiáfanganum