Hinsegin félag Kvennó með mikilvægt erindi á kennarafundi

 

Það var virkilega áhugavert erindi sem starfsfólk skólans fékk að hlýða á í gær þegar fulltrúar Stoltsins (hinsegin félags Kvennó), þau Ísak Thomas og Bjarney Ósk mættu á kennarafund.

Síðustu ár hafa stjórnendur skólans fengið að leita til hinsegin nemenda skólans um fræðslu til starfsfólks sem hefur verið ómetanlegt fyrir skólastarfið. Í gær sögðu Ísak og Bjarney meðal annars frá glænýrri könnun sem félagið lagði fyrir nemendur skólans varðandi upplifun allra nemenda um hinsegin mál innan skólans. Þar var bæði fjallað um hvað Kvennó væri að gera vel en líka hvað hægt væri að gera betur.

Mjög margt fróðlegt kom fram í svörum nemenda og viljum við þakka félaginu fyrir að hafa frumkvæði að þessari mikilvægu könnun. Eins viljum við þakka þeim Ísak og Bjarneyju fyrir gott erindi sem við græddum mikið á. 

Það er margt spennandi á döfinni hjá félaginu og erum við mjög þakklát fyrir þeirra störf og sýnileika í skólasamfélaginu okkar.