Heimsókn mennta- og barnamálaráðherra

Þessa dagana er Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, að heimsækja framhaldsskóla landsins ásamt embættismönnum. Tilgangur heimsóknanna er að kynna sér skólana og eiga samtöl við starfsfólk. Tilgangurinn er einnig að kynna hugmyndir um nýtt stjórnsýslustig sem myndi þjónusta framhaldsskólana. Fyrsta heimsókn Guðmundar Inga var í Kvennaskólann síðastliðinn föstudag. Við þökkum kærlega fyrir komuna.

Á heimasíðu Stjórnarráðs Íslands er að finna frekari upplýsingar um nýja stjórnsýslustigið.