Hátíðleg útskrift

 

Sex nemendur brautskráðust frá Kvennaskólanum við hátíðlega athöfn í dag. Kolfinna Jóhannesdóttir stýrði sinni fyrstu útskrift sem skólameistari Kvennaskólans og flutti fallegt ávarp með heillaóskum til nýstúdenta. Önnur ávörp fluttu Ásdís Arnalds aðstoðarskólameistari og Gabríel Leó Ívarsson nýstúdent.

Kór Kvennaskólans söng nokkur lög við athöfnina auk þess sem Karen Sól Halldórsdóttir, nemandi í 3. bekk, lék á þverflautu.

Una Hjörvarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði og Gabríel Leó Ívarsson fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu nemendafélagsins Keðjunnar.

Skólinn óskar nýstúdentum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með áfangann.