Hársbreidd frá undanúrslitum MORFíS

 

Síðastliðinn þriðjudag fór fram MORFíS viðureign Kvennaskólans og Menntaskólans í Reykjavík. Keppnin var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur og umræðuefnið var spurningin “Lifum við í blekkingu?” Kvennó svaraði spurningunni neitandi og stóð sig frábærlega í rökræðunni. Keppnin var hörkuspennandi og fór það svo að tveir dómarar dæmdu MR sigur en einn dómaranna dæmdi Kvennó sigur. Alls voru 2908 stig gefin í keppninni og munaði einungis 62 stigum á liðunum þar sem MR hafði sigur.

Liðið okkar stóð sig frábærlega og viljum við þakka þeim fyrir alla skemmtunina í vetur. Þau gáfu allt sitt í keppnina og eiga mikið hrós skilið. Takk kærlega Gabríel Leó Ívarsson, Erlen Isabella Evudóttir, Embla María Möller Atladóttir, Alex Þór Júlíusson og Aron Nói Ewansson Callan.

Þá eiga áhorfendur einnig skilið mikið hrós fyrir allan stuðninginn og stemninguna sem myndaðist í Ráhúsinu. Það er svo gaman að sjá félagslífið dafna á ný enda spilar það mikilvægt hlutverk í skólasamfélaginu okkar.