Götulist í valáfanga

Berlínarbjörninn fékk garnbombu yfir sig. Þessa styttu þekkja flestir Kvenskælingar enda stendur hún…
Berlínarbjörninn fékk garnbombu yfir sig. Þessa styttu þekkja flestir Kvenskælingar enda stendur hún nálægt Uppsölum. Nánar tiltekið á horni Laufásvegar, Þingholtsstrætis og Hellusunds.

 

Nemendur í valáfanganum  Handverk lærðu á önninni um það sem kallast "yarn bombing" eða að garnbomba sem er vaxandi götulist víða um heim. Þar skreytir fólk hversdagslega hluti með litríku handverki og skilur það svo eftir á götum borga og bæja. Þetta er gert til að lífga upp á grámann í hversdagsleikanum og vekja athygli á handverki. Nemendur fengu það verkefni að garnbomba í sínu nærumhverfi og skila inn mynd af því. Hér er hluti af verkefnunum sem þau skiluðu inn og er að finna í nágrenni skólans. Virkilega vel heppnað og skemmtilegt verkefni.