Góður árangur í Þýskuþrautinni og stuttmyndakeppni

Verðlaun fyrir þýskuþraut: Á myndinni eru talið frá vinstri: Kristófer Snorri, Benjamín, María Margr…
Verðlaun fyrir þýskuþraut: Á myndinni eru talið frá vinstri: Kristófer Snorri, Benjamín, María Margrét, Ólafía og Ingunn.

 

Á hverju ári efnir Félag þýskukennara til Þýskuþrautar og stuttmyndakeppni á meðal þýskunema framhaldsskóla á öllu landinu. Nemendur Kvennaskólans stóðu sig með glæsibrag í hvoru tveggja að þessu sinni eins og oft áður.

Þýskuþrautin var nú haldin í 34. sinn og tók alls 141 nemandi úr 11 framhaldsskólum þátt, 112 á stigi 1 og 29 á stigi 2. Af 20 efstu sætunum á stigi 1 átti Kvennaskólinn 9 nemendur en það eru þau Kristófer Snorri Daníelsson, María Margrét Gísladóttir, Ingunn Guðnadóttir, Benjamín Davíðsson, Ólafía Hinriksdóttir, Eyrún Huld Guðmundsdóttir, Lárus Guðni Svafarsson, Kristín Björg Ómarsdóttir og Eydís Arna Róbertsdóttir. María Margrét hlýtur að launum námsferð til Þýskalands í sumar. Á stigi 2, sem er fyrir lengra komna, átti Kvennaskólinn tvo fulltrúa í efstu 10 sætunum, þær Karen Sól Halldórsdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur.

Kvennaskólinn hreppti 3. sætið í stuttmyndakeppninni með myndinni Die Rückblende sem þýða má sem Horft til baka. Nemendurnir sem standa að myndinni eru Börkur Dúi Jónsson, Halldór Ásgeir Gunnarsson, Kristófer Snorri Daníelsson, Milan Moraca og Nói Jóhannsson. Viðurkenningar fyrir efstu sætin í Þýskuþrautinni og stuttmyndakeppninni voru veitt á Uppskeruhátíð Félags þýskukennara og voru meðfylgjandi myndir teknar við það tækifæri. Við óskum nemendunum hjartanlega til hamingju með árangurinn.

Verðlaun fyrir stuttmynd. Á myndinni eru talið frá vinstri: Halldór Ásgeir, Börkur Dúi, Milan, Kristófer Snorri og Nói.