Glæsilegur sigur í Gettu betur

 

Fyrsta umferð í Gettu betur kláraðist í gærkvöldi. Ein af viðureignum kvöldsins var þegar lið Kvennaskólans mætti liði Framhaldsskólans á Laugum.  Að loknum hraðaspurningum var staðan 12-8 fyrir Kvennaskólanum og að lokum var það Kvennó sem hafði sigur með 22 stigum gegn 12 stigum Framhaldsskólans á Laugum.

Í gærkvöldi var einnig dregið í 16-liða úrslitin sem fara fram 16. og 18. janúar. Mótherji Kvennaskólans verður lið Fjölbrautaskólans við Ármúla. Keppnin verður miðvikudaginn 18. janúar og verður streymt á vef Ríkisútvarpsins. 

Lið Kvennaskólans skipa þau Hafsteinn Breki Gunnarsson, Embla María Möller Atladóttir og Árni Jónsson. Þjálfarar liðsins eru þau Hildur Sigurbergsdóttir, Ari Borg Helgason og Áróra Friðriksdóttir.

Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með sigurinn í gær og hlökkum mikið til að fylgjast með næstu viðureign.