Glæsilegt málþing

Málþingið var haldið í Veröld Vigdísar við Suðurgötu.
Málþingið var haldið í Veröld Vigdísar við Suðurgötu.


Nemendur í kynjafræði mættu á Málþing kynjafræðinema í framhaldsskólum sem haldið var í Háskóla Íslands miðvikudaginn 8. febrúar. Dagskráin fól í sér stutta kynningu doktor Gyðu Margrétar Pétursdóttur á hvers vegna kynjafræðin snertir líf okkar allra og svo þrjú erindi sem vor sérstaklega valin með áhugasvið framhaldsskólanema í huga: 

  • Ágústa Björg Kettler Kristjánsdóttir, sem einnig er núverandi kennari við Kvennó, kynnti rannsókn sína um samþykki og kynlífsmenningu framhaldsskólanema sem er hluti af meistaranámi hennar í menntunarfræðum.
  • Chanel Björk Sturludóttir fjallaði um fordóma og rasisma í fjölmenningarsamfélagi.
  • Eygló Árnadóttir, verkefnastýra fræðslu og forvarna hjá Stígamótum, kynnti þann lærdóm sem má draga af "Sjúkt spjall" verkefninu.

    Svo skemmtilega vildi til að fyrirlesararnir eru allar fyrrum nemendur Kvennaskólans. Málþingið var afar vel sótt og fyrirlestrarsalurinn troðfullur af áhugasömum nemendum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.