Gettu betur: Kvennó í fyrstu sjónvarpsviðureign vetrarins

Lið Kvennaskólans í Gettu betur
Lið Kvennaskólans í Gettu betur

Það er heldur betur tilefni til að poppa annað kvöld og koma sér vel fyrir í sjónvarpssófanum. Þá ætlum við að hvetja dásamlega Gettu-betur fólkið okkar áfram, þau Hildi Sigurbergsdóttur, Ara Borg Helgason og Áróru Friðriksdóttur. Þau mæta sterku liði Menntaskólans í Kópavogi í fyrstu sjónvarpsviðureign vetrarins, á RÚV kl. 19.40.