Geðlestin kom í heimsókn

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti mætti með Geðlestinni
Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti mætti með Geðlestinni

 

Miðvikudaginn 21. september mættu fulltrúar Geðlestarinnar í Kvennaskólann með fræðsludagskrá fyrir nemendur. Markmiðið verkefnisins er að kynna aðferðir sem ýta undir góða geðheilsu því öflug geðrækt er besta ráðið til að takast á við þær áskoranir sem lífið færir okkur. Það á að vera jafn eðlilegt að huga að geðheilsu sinni eins og líkamlegri heilsu. Það er hægt að gera með því að koma sér upp heilbrigðum venjum, líkt og að iðka þakklæti, eiga sér áhugamál, hreyfa sig, borða hollt, fá nægan svefn, treysta, eiga góða vini, rækta með sér seiglu og þrautseigju, vera umburðarlynd(ur), hjálpa öðrum, sýna tillitssemi, tjá sig svo fátt eitt sé nefnt. Verkefnið er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Verkefnið er styrkt af félagsmála- og heilbrigðisráðuneytunum.

Hér má finna hlekk á myndbönd sem útbúin voru fyrir verkefnið: https://gedlestin.is/myndbondin

Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að kynna sér verkefnið og ræða mikilvægi geðræktar við ungmennin sín.