Frumsýning í kvöld
Fúría frumsýnir í kvöld gamansöngleikinn Ó Ásthildur eða Sweet Charity eins og hann heitir á ensku. Söngleikurinn var fyrst frumsýndur árið 1966 á Broadway og varð svo að kvikmynd árið 1969 þar sem Shirley MacLaine fór með hlutverk Charity. Þetta er í fyrsta sinn sem söngleikurinn er settur upp á Íslandi og verða sýningarnar í Gamla bíó í Ingólfsstræti.

Söngleikurinn fjallar um örvæntingafulla búlludansarann Ásthildi. Hún er mjög óheppin í ástum en reynir að horfa á björtu hliðarnar í hvert skipti sem illa fer. Hún gerir allt til að finna hina einu sönnu ást en á það til að leita á röngum stöðum.

Leikstjóri verksins er Agnes Wild og Aníta Rós Þorsteinsdóttir sér um dans- og sviðshreyfingar. Það eru í kringum 50 nemendur sem koma að sýningunni með einum eða öðrum hætti. Það eru leikarar, sminkur, hárgreiðslufólk, búningateymi, sviðsmyndateymi, markaðsteymi, sviðsmenn, aðstoðarfólk og að sjálfsögðu listrænir stjórnendur. Allur þessi hópur hefur unnið þrekvirki og útkoman er hreint út sagt mögnuð. 

Við hvetjum alla til að mæta á þessa frábæru sýningu. Hægt er að smella á dagsetningarnar hér að neðan til að kaupa miða: