Frábært hópefli í nýnemaferðum

 

Í síðustu viku var farið í okkar árlegu nýnemaferðir. Markmið þeirra er að hrista saman bekkina og árganginn með skemmtilegri dagskrá og hópeflisleikjum. Veðrið kom skemmtilega á óvart því veðurspáin hafði verið sérlega óhagstæð okkur. Það er skemmst frá því að segja að ferðirnar tókust frábærlega og var mikil gleði á skógræktarsvæðinu Garðalundi á Akranesi.

Fulltrúar nemendafélagsins stjórnuðu ferðinni af miklum myndarskap og sáu þar að auki um að grilla ofan í mannskapinn. Jörgen Nilsson tómstundaleiðbeinandi stýrði svo hópeflisdagskrá af sinni alkunnu snilld. Skólameistari mætti í báðar ferðirnar og umsjónarkennarar mættu með sínum bekkjum. Mikil ánægja var hjá nemendum sem voru sér og skólanum til mikils sóma.

Ljósmyndirnar fanga vel stemninguna sem ríkti (smellið á mynd til að stækka).