Frábærar viðtökur


Kór Kvennaskólans hélt tónleika miðvikudaginn 4.maí. Margt var um manninn og býsna góð stemning myndaðist þegar kórinn hóf upp raust sína eftir covid tónleikadvala. Flutt voru ýmsar perlur úr söngleikjum og kvikmyndum. Kórfélagar sungu af mikilli gleði og hjartans lyst. Nokkrir úr kórnum léku með kórnum á klarinett, fiðlu, bassa og gítar.

Kórinn þakkar frábærar viðtökur á tónleikum og hvetur alla til að skrá sig í kórinn í haust.