Frábær Njáluferð

Nokkrir nemendur ákváðu að prófa lækningarmátt lindarvatnsins
Nokkrir nemendur ákváðu að prófa lækningarmátt lindarvatnsins

 

Miðvikudagsmorguninn 19. apríl lögðu nemendur nokkurra bekkja á öðru ári af stað til að heimsækja mikilvæga staði Njáls sögu. Ekið var að Laugarnesi í Reykjavík og sagt frá staðnum þar sem talið er að Hallgerður langbrók hafi búið í nokkur ár. Síðan var ekið upp að bænum Kleifum þar sem gamli burstabærinn var skoðaður og rætt um nokkur atriði sögunnar. Þar var einnig hin þekkta Maríulind en sagan segir að vatn úr henni hafi haft lækningamátt við augnverk eða jafnvel blindu. Loks var ekið að Gunnarssteini þar sem bardaginn við Knafarhóla átti sér stað og þar settu kennarar upp á smá leikþátt við mikinn fögnuð nemenda!

Hópurinn borðaði hádegismat á Njálusetrinu á Hvolsvelli og skoðuðu sýninguna sem er þar og svo var ekið að Hlíðarenda í Fljótshlíð þar sem Gunnar bjó. Að því loknu var stoppað við Gluggafoss þar sem nemendur nutu góða veðursins. Mikil ánægja var með ferðina og nemendur algjörlega til fyrirmyndar. Smellið endilega á myndirnar hér að neðan til að sjá þær stærri.