Forkeppni í stærðfræði - undirbúningsnámskeið í boði skólans

 
Undirbúningsnámskeið fyrir forkeppnina í stærðfræði verða 10.september, 17.september og 24.september. Námskeiðin hefjast kl.14:30 og verða í stofu A6. Þau verða í umsjón Alexöndru Viðar, stærðfræðikennara, og eru ókeypis.  Forkeppnin sjálf verður svo haldin þriðjudaginn 28. september. Nánari upplýsingar um það á námskeiðinu.
 
Allir sem hafa áhuga á stærðfræði eru hvattir til að nýta sér þetta frábæra tækifæri.