Fjarnám fram að páskum

Eins og flest ykkar vita þá verður engin staðkennsla fram að páskafríi. 
Nemendur eiga að fylgjast vel með skilaboðum frá kennurum inni á Innu um fyrirkomulag kennslunnar. 

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag skólahalds eftir páskaleyfi verða birtar um leið og ný reglugerð um skólastarf hefur verið gefin út. 

Farið vel með ykkur og gætið vel að persónulegum sóttvörnum. 
Hlýjar kveðjur frá starfsfólki Kvennaskólans.