Sigur í MORFÍs

 

Sextán liða úrslit í MORFís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, fóru fram í síðustu viku. Lið Kvennaskólans mætti liði Menntaskólans í Kópavogi. Umræðuefni kvöldsins var “hlutleysi” þar sem MK talaði gegn því en Kvennó með. Keppnin var haldin í Uppsölum og var mikil stemning í salnum. Í liði Kvennaskólans voru Gabríel Leó Ívarsson, Erlen Isabella Evudóttir, Embla María Möller Atladóttir, Alex Þór Júlíusson og Aron Nói Ewansson Callan. Ræðumenn kvöldsins, með 481 stig, voru Erlen Isabella og Aron Nói. Kvennaskólinn sigraði keppnina og voru allir dómarar sammála um sigurvegara að þessu sinni. Heildarstigafjöldi keppninnar var 2445 stig og munaði 127 stigum á liðunum.

Frábær árangur hjá okkar fólki og óskum við hópnum innilega til hamingju. Næsta keppni verður sannkallaður nágrannaslagur því við mætum Menntaskólanum í Reykjavík. Það er ekki komin nákvæm dagsetning á viðureignina en hún verður í mars. Hlökkum til að fylgjast með liðinu okkar áfram og vonum að sem flestir hvetji þau áfram í næstu viðureign.