Einkunnir, prófsýning og útskrift

 

Lokaeinkunnir áfanga verða birtar í Innu miðvikudaginn 22. maí. Sama dag verður prófsýning í N og M milli kl. 9:00 og 10:00. 

Hér má sjá í hvaða stofum námsgreinarnar verða.

Umsjónarkennarar verða með viðtalstíma strax eftir prófsýningu milli kl. 10:00 og 10:30, sjá hér í hvaða stofum þeir verða. Óskilamunir verða á gangi á 1. hæð í Miðbæjarskóla á sama tíma. Nemendur með skápa þurfa að tæma þá á prófsýningardegi (í M á að skilja skápinn eftir opinn en varðandi skápa í A þá þarf að skila lykli á skrifstofuna í A. 

Hér má sjá reglur skólans um námsmat og einkunnagjöf.

Nemendur sem þurfa að fara í endurtökupróf verða að skrá sig í þau miðvikudaginn 22. maí með því að fylla út viðeigandi form sem verður sett á heimasíðu skólans á prófsýningardag. Endurtökuprófin verða 29., 30. og 31. maí.

Hér má sjá reglur skólans um endurtökupróf og gjaldskrá skólans.

Við minnum á þjónustu náms- og starfsráðgjafa skólans sem verða á staðnum á prófsýningardaginn.

Útskriftarnemar eiga að mæta á æfingu í Háskólabíó að lokinni prófsýningu. Æfingin hefst stundvíslega kl. 11:00 og klárast um  kl. 12:30 ef allt gengur vel. 

Brautskráning stúdenta fer fram föstudaginn 24. maí kl. 14:00. Útskriftarnemar eru beðnir um að mæta í síðasta lagi kl. 13:30. Athöfnin verður í Háskólabíó og mun hún taka u.þ.b. 2 klst.  Að athöfn lokinni verður myndataka af hópnum. Miðað er við að hver nemandi geti boðið fjórum gestum með sér að jafnaði. Nánari upplýsingar um brautskráninguna voru sendar í tölvupósti til útskriftarnema þann 6. maí síðastliðinn.