Eftirminnilegir tónleikar í Eldborg

 

Föstudaginn 16. september bauð Sinfóníuhljómsveit Íslands nemendum, kennurum og starfsfólki Kvennaskólans á tónleika í Hörpu. Á dagskrá var ein fegursta og vinsælasta sinfónía tónbókmenntanna, sinfónía nr. 9, Úr nýja heiminum eftir tékkneska tónskáldið Antonín Dvorák. Sinfónían er eitt af lykilverkum í þjóðlegri sinfóníusmíði 19. aldar, en innblásturinn sótti Dvořák til bandarískar tónlistar sem hann kynntist þegar hann var búsettur á Manhattan um skeið. 

Tónleikarnir voru undir stjórn austurríska hljómsveitarstjórans Davids Danzmayr sem nýtur mikillar velgengni sem hljómsveitarstjóri vestanhafs. Kynnir var Halla Oddný Magnúsdóttir og sagði hún listavel frá sögunni á bakvið sinfóníuna. Óhætt er að segja að hún hafi heillað alla viðstadda upp úr skónum með skemmtilegri frásögn og ekki skemmdi fyrir þegar hún fékk Kvenskælinga til að syngja skólasönginn hástöfum í sjálfri Eldborg fyrir framan stærstu hljómsveit landsins. "Kveeeeeeennaskólinn minn - Kvennaskólinn minn"! Myndbönd má finna á instagram reikningi skólans: kvennaskolinnreykjavik

Takk kærlega fyrir okkur. Við vonumst til að endurtaka leikinn á næsta skólaári.