Dagskrá fyrir nýnema

 

Miðvikudaginn 18. ágúst mæta nýnemar í skólasetningu í skólanum. Skólasetningin verður í Uppsölum, Þingholtsstræti 37, hér er yfirlit og myndir af húsnæði skólans: https://www.kvenno.is/is/skolinn/skolinn/husnaedi-skolans.

1FA, 1FF, 1NA og 1NÞ mæta kl. 9:00
1FÞ, 1NF, 1NC og 1ND mæta kl. 9:30

Að skólasetningu lokinni hitta nýnemar umsjónarkennara  sem mun fara yfir ýmsa þætti varðandi skólastarfið. Einnig munu allir bekkir hitta fulltrúa nemendafélagsins. Dagskráin hjá hverjum bekk tekur um tvær klukkustundir.

Athugið að það er grímuskylda þennan dag og eins er mikilvægt að allir passi vel upp á persónubundnar sóttvarnir (þvo hendur og spritta reglulega).

Upplýsingar um hvaða bekk nemendur eru skráðir í má finna í Innu sem er upplýsinga- og námskerfi skólans. Nota þarf íslykil eða rafræn skilríki til að skrá sig inn. Skráðir aðstandendur nemenda yngri en 18 ára hafa aðgang með rafrænum skilríkjum.

Hlökkum mikið til að sjá ykkur!