Brons á skákmóti framhaldsskóla

 

Skáksveit Kvennaskólans stóð sig frábærlega á Íslandsmóti framhaldsskóla í skák um síðastliðna helgi. Keppnin fór fram í Máli og menningu við Laugaveg en mótshaldari var Skákskóli Íslands, sem fékk til liðs við sig valinkunna og þrautreynda aðila.

Sveit Kvennaskólans varð í þriðja sæti á mótinu. Sveitina skipuðu Áskell Einar Pálmason, Benedikt Þórison, Birgir Logi Steinþórsson, Kjartan Karl Gunnarsson og Óttar Örn Bergmann. Liðstjóri var Árni Jónsson.

Innilega til hamingju með flottan árangur!

Hér má finna frétt um mótið: https://skak.is/2024/04/07/mr-islandsmeistari-framhaldsskolasveita/