Breytingar á skipulagi kennslu

Með breytingum sem hafa orðið á fjöldatakmörkunum þá gátum við í þessari viku boðið uppá staðkennslu í valáföngum og bekkjartímum fyrir alla nemendur á 3. ári.

Skipulag okkar fyrir næstu vikur miðar að því að nemendur geti komið í skólann aðra hverju viku

Vikan 14. - 18. september: 1. bekkur og 2FA, 2H, 2NA, 2ND og 2NÞ í staðnámi.
Vikan 21. - 25. september: 3. bekkur og 2FF, 2FÞ, 2NC og 2NF í staðnámi

Við munum nota daginn á morgun til að klára áætlunina og sendum þá tölvupóst til allra nemenda og forráðamanna.

Skipulag fyrir hverja viku verður einnig sett á heimasíðu skólann.