Brautskráning stúdenta: Mikilvægar upplýsingar og vefslóð á streymi

 

Brautskráning stúdenta verður föstudaginn 21. maí kl.14. Athöfnin verður í Háskólabíó og mun hún taka u.þ.b. eina og hálfa klukkustund. Útskriftarnemar eru beðnir um að mæta í síðasta lagi kl.13:40.

Vegna sóttvarnareglna og fjöldatakmarkana er því miður ekki hægt að bjóða gestum en þess í stað verður athöfninni streymt á eftirfarandi slóð: https://beint.is/streymi/kvenno2021

Salnum í Háskólabíó verður skipt í þrjú sóttvarnahólf og öllum reglum fylgt í hvívetna. Þess vegna er mjög mikilvægt að allir útskriftarnemar mæti á æfingu næstkomandi fimmtudag kl.13 þar sem farið verður yfir allt sem snertir athöfnina.

Við sendum hátíðarkveðjur til útskriftarnema og aðstandenda þeirra og vonum að útskriftardagurinn verði góður.